Talsmaður neytenda brást nýlega við staðhæfingum um að þjóðerni, litarháttur eða kynþáttur hefði leitt til þess að manni hefði verið synjað um inngöngu á opinberan skemmtistað. Þetta er í annað sinn sem talsmaður neytenda bregst við slíkum staðhæfingum með óformlegum hætti, en hann hafði samband við fulltrúa veitingastaðarins og benti honum á að refsivert er að mismuna fólki eftir kynþætti samkvæmt almennum hegningarlögum.

Verði brot ítrekuð býst talsmaður neytenda við að kæra mál til lögreglu, enda beri honum að bregðast svo við, að því er segir á heimasíðu talsmannsins.