Hlutabréf hækkuðu talsvert í Evrópu í dag og voru það helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu lækkanir dagsins að sögn Reuters en fréttir af yfirtöku bandarískra yfirvalda af fjárfestingalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac höfðu þannig jákvæð áhrif á markaði í Evrópu að sögn Reuters.

Þannig hækkað Barclays um 11,9% í dag, Royal Bank of Scotland um 12%,UBS um 8,2%, Societe Generale um 6,8% og HBOS um 11% svo dæmi séu tekin.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði í dag um 2% en vísitalan lækkaði um rúm 2% nú fyrir helgi.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 3,9% en markaðir voru aðeins opnir í um hálftíma í dag þar sem viðskiptakerfi kauphallarinnar hrundi í morgun eins og áður hefur komið fram.

Í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 2,5% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 2,2%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 3,4% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 2,9%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 2,2%, í Osló hækkaði OBX vísitalan um 2,4% og í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 3,4%.