Talið er að sveitarfélög í landinu geti orðið af talsverðum tekjum vegna húsnæðisskuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Í umfjöllun Akureyri Vikublaðs kemur meðal annars fram að samkvæmt útreikningum tapi Akureyrarbær allt að 150 milljónum vegna málsins. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, er ekki ánægður með framkvæmd málsins og segir í samtali við blaðið að það einkennist af samráðsleysi og virðingarleysi ríkisstjórnar gagnvart sveitarfélögum landsins.

Í umfjöllun Akureyri Vikublaðs kemur einnig fram að samkvæmt bókun stjórnar Sambands íslenskra Sveitarfélaga geti heildaráhrif aðgerðanna fyrir sveitarfélög verið á bilinu 8-9 milljarðar króna.