Gengi hlutabréfa tók hressilega við sér í dag eftir fremur daufan gærdag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,64% og endaði hún í hæstum hæðum, 1.178 stigum. Veltan nú var þó nokkuð meiri en í gær.

Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 2,58% og um 270 milljóna króna veltu, gengi bréfa Icelandair Group fór upp um 2,51% í rúmlega 250 milljóna króna veltu og bréf Eimskips um 1,37%. Veltan á bak við gengishækkun hlutabréfa Eimskips nam 331,8 milljónum króna.

Þá hækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,99%, Haga um 0,41%, Vodafone um 0,3% og fasteignafélagsins Regins um 0,16%.

Heildarveltan í Kauphöllinni nam í kringum 980 milljónum króna samanborið við um 570 milljónir króna í gær.