Hlutabréf N1 hafa lækkað um 3,09% það sem af er degi í 600 milljóna viðskiptum.

Möguleg skýring á gengislækkuninni er sú að Greiningadeild Arion banka gaf út leiðrétt verðmat á félaginu í morgun og ráðleggur fjárfestum að „draga úr“ hlutafjáreigin sinni.

Villa í mati frá því á miðvikudag sneri að útgreiðslu arðs. Án þess að tekið var tillit til arðgreiðslu hefði greiningardeildin mælt með því að „bæta við“.

Virðismatsgengi greiningardeildarinnar er 16,2 en gengi þessa stundina er 17,25.