Rétt tæplega 3% lækkun varð á gengi hlutabréfa í Icelandair seinnipartinn í dag. Kemur lækkunin í kjölfar besta uppgjörs félagsins frá upphafi. VB sjónvarp ræddi við Björgólf Jóhannesson í gær .

Líkleg ástæða lækkunarinnar í dag er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Isavia , en eftirlitið segir Isavia eiga að tryggja aðgengi Wow air að mikilvægustu afgreiðslutímunum á Keflavíkurflugvelli.

Í ákvörðuninni sem Samkeppniseftirlitið birti í dag segir að núverandi fyrirkomulag úthlutunar á afgreiðslutímum hafi leitt til þess að Icelandair, langstærsti keppinauturinn, hafi í raun haft forgang að nær öllum mikilvægustu afgreiðslutímum á flugvellinum.

Erfitt er að meta á þessari stundu hvort og þá hvaða áhrif þetta mun hafa á rekstur Icelandair.