Marel hækkaði um 3,28 prósent í dag í 557 milljón króna viðskiptum. Mikil og breið velta var í Kauphöllinni í dag. Yfir 100 milljón króna velta var með öll félög í Úrvalsvísitölunni nema Eimskip og VÍS.

Hagar og HB Grandi hækkuðu einnig mikið, eða um 2 prósent. Eik, Vodafone, Sjóvá og Össur hækkuðu einnig yfir 1 prósent. Eimskip og VÍS lækkuðu hins vegar örlítið, en lítil velta var með bæði félög.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 13 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 1,8 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,5% í 11,2 milljarða viðskiptum.