Höfuðstöðvar Össur hf. að Grjóthálsi. (Mynd: Össur hf.)
Höfuðstöðvar Össur hf. að Grjóthálsi. (Mynd: Össur hf.)
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
Talsverð velta hefur verið með hlutabréf Össurar hér á landi eftir að félagið var afskráð úr Kauphöllinni í síðari hluta marsmánaðar. Samkvæmt tölum frá Nasdaq OMX á Íslandi var veltan þó í minna lagi í aprílmánuði en hefur náð sér á strik á nýjan leik nú í maí. Þannig skiptu samanlagt aðeins rúmlega 292 þúsund hlutir í félaginu um eigendur í aprílmánuði en það sem af er maímánuði hafa tæplega 597 þúsund hlutir skipt um eigendur.

Velta maímánaðar, í fjölda bréfa, er þó eitthvað minni en venjan var fyrir afskráningu en það hlýtur að teljast eðlilegt. Er þá sem áður segir átt við bréf sem verslað er með í Kauphöll Íslands undir auðkenninu OSSRu. Þess má geta að veltan var einnig í lágmarki í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í apríl en hún hefur síðan tekið við sér á ný og er í meira lagi í maí.