Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0.40% í dag og endaði í 1,825 stigum. Markaðurinn hefur hækkað um 39.29% frá áramótum.

Í dag hækkuðu gengi bréfa Nýherja um 2.33%, gengi bréfa Össurar um 1.76% og gengi bréfa Icelandair um 0.45%. Þó var velta með bréf Nýherja aðeins um 44 milljónir króna, og nánast öll viðskipti með bréf Össurar - einar 228 milljónir króna - voru gerð af Agli Jónssyni, sem nýtti sér kauprétt sinn í dag og hagnaðist um 146 milljónir eins og Viðskiptablaðið sagði frá fyrr í dag . Icelandair var með veltu upp á 600 milljónir króna.

Gengi bréfa Eimskipa lækkaði mest eða um 0.76%, með veltu upp á 104 milljónir. Gengi bréfa Fjarskipta lækkaði um 0.3% með litla veltu upp á 8 milljónir króna.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 2,1 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 14,3 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0.4% í dag í 1,5 ma. viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0.2% í dag í 10,9 ma. viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0.5% í 1 ma. viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0.5% í 9,9 ma. viðskiptum.