Gengi hlutabréfa Marel hækkaði um 1,4% í Kauphöllinni í dag í 142 milljóna króna veltu. Þetta var mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa HB Granda um 0,93%, Eimskips um 0,43% og hlutabréf bæði Sjóvár og Vodafone um 0,16%.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa VÍS um 0,87%, Regins um 0,62%, Icelandair um 0,56% og Haga um 0,22%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% og endaði hún í 1.171 stigi. Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni nam 2.623 milljónum króna. Þar af nam velta með bréf HB Granda 2.055 milljónum króna. Það skýrist af sölu TM á hlutabréfum í útgerðarfélaginu .