Óvænt tilkynning japanska seðlabankans um að leggja enn hærri upphæð í sérstakar aðgerðir á mörkuðum, þar sem bankinn kaupir eignir, gladdi fjárfesta í Asíu í dag. Helstu vísitölur í álfunni hækkuðu töluvert við opnun markaða í morgun. Nikkei vísitalan hefur hækkað um 2,3%.

Hækkanir eru einnig raktar til orða seðlabankastjóra Kína, sem gaf í skyn að ríkið sé reiðubúið til þess að koma að fjármögnun björgunarsjóðs evruríkja.

Útlit er fyrir að helstu vísitölur í Evrópu hækki við opnun markaða í dag, eftir lítilsháttar lækkun í gær, sem og hrávörur.