1,9% hagvöxtur mældist í Bretlandi í fyrra. Aðrar eins tölur hafa ekki sést þar í landi síðan árið 2007, samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar. Þetta þykja þokkalegustu fréttir um stöðu breska hagkerfisins, ekki síst fyrir þær sakir að landsframleiðsla dróst þar lítillega saman á fjórða ársfjórðungi í fyrra þegar hagvöxtur mældist 0,7% samanborið við 0,8% hagvöxt á þriðja ársfjórðungi.

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við breska ríkisútvarpið ( BBC ) að túlka megi tölurnar á þann veg að landið sé komið fyrir hönd þá sé ekki svo. Enn sé mikið eftir. Landið er samt á réttri leið, að sögn Osborne,