Verðbólga fer úr 6,5% í síðasta mánuði í 5,4% nú, samkvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. Hún hefur ekki verið lægri síðan í desember í fyrra.

Helstu liðirnir sem draga úr verðbólgunni á milli mánaða er 3,9% verðlækkun á bensíni og dísilolíu á sama tíma og 7,6% verðhækkun á flugfargjöldum hífa hana upp.

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,03% frá í apríl.

Verðbólga mælist samkvæmt því 5,4%. Án húnsæðir mælist hún hins vegar 5,5%.