Þann 1. janúar 2018 voru landsmenn 348.450 sem er fjölgun um 10.101 frá sama tíma árið áður eða um 3%. Konum fjölgaði um 2,1% og körlum fjölgaði um 3,8%.

Talsverð fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en íbúum þar fjölgaði um 5.606 í fyrra eða um 2,6%. Hlutfallslega varð þó mest fólksfjölgun á Suðurnesjum en þar var hún 7,4%. Þá fjölgaði íbúum á Suðurlandi um 4,6%, á Norðurlandi eystra um 2,6%, um 2,4 á Austurlandi um og um 2% á Vesturlandi. Minnst fjölgaði á Norðurlandi vestra eða um 0,5% og næst minnst á Vestfjöðum eða um 1,8%.

Alls voru 74 sveitarfélög á landinu 1. janúar 2018, en það er óbreyttur fjöldi frá fyrra ári. Sjö sveitarfélög höfðu færri en 100 íbúa en íbúafjöldi var lægri 1.000 í 40 sveitarfélögum. Einungis níu sveitarfélög höfðu yfir 5.000 íbúa.

61 þéttbýlisstaður var á landinu með 200 íbúa eða fleiri og fjölgaði um einn milli ára. Auk þeirra voru 37 smærri staðir með 50–199 íbúa sem er fjölgun um einn frá fyrra ári. Í þéttbýli bjuggu 330.559 og fjölgaði um 13.655 milli ára. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu 22.048 manns.