Tangi hf. hefur keypt kvóta fyrir 270 milljónir króna og eru þessi kaup fjármögnuð með lánum. Um er að ræða 420.464 kg af varanlegum aflaheimildum sem að auka bolfiskkvótann um 20%. Þetta eru 122 tonn af þorski, 145 tonn af ýsu, 107 tonn af ufsa og 46 tonn af öðrum tegundum m.v. kvóta þessa árs. Eins og kunnugt er leggur Hafrannsóknarstofnun til verulega aukningu á veiðiheimildum í ufsa og ýsu en að dregið verði úr veiðum á þorski. Félagið hefur aukið verulega við botnfiskkvóta senn á þessu fiskveiðiári en áður hafði félagið keypt aflahlutdeild í þorski sem svarar 62 tonnum á þessu ári.