Hlutfall barna sem ekki þurfa að láta gera við neina tönn hjá sér hefur hækkað í 72,4% á síðasta ári. Var sama hlutfall 56% árið 2001.

Hefur hlutfall tannviðgerða á ári deilt með fjölda barna sem leituðu til tannlæknis lækkað um nærri 60% frá árinu 2001 - 2015. Árið 2001 var meðaltalið 1,57 viðgerð á barn en er nú komið niður 0,65 viðgerð á barn.

Hækkaði þegar urðu gjaldfrjálsar

Hlutfallið hefur farið lækkandi frá 2001 fyrir utan fyrstu tvö árin eftir að samningur um gjaldfrjálsar tannlækningar barna tók gildi í maí árið 2013.

Í tilkynningu á vef Sjúkratrygginga Íslands er þessi aukning rakin til þess að þá hafi börn sem áður höfðu ekki átt kost að láta sinna öllum tannviðgerðum sínum loks fengið þá þjónustu sem þau þurftu.