Samkvæmt niðurstöðu Evrópudómstólsins í Lúxemborg er tannlæknum heimilt að leika tónlist á tannlæknastofum án þess að greiða samtökum hljómplötuframleiðenda fyrir. Dómurinn er bindnandi fyrir öll ríki Evrópusambandsins.

Greint er frá niðurstöðunni í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), að væntanlega breyti dómurinn engu hér á landi. STEF-gjöld hafi ekki verið innheimt af tannlæknum, en hótel hafi greitt gjöldin til fjölda ára.