Ráðherra ferðamála í Tansaníu er bjartsýnn á horfurnar í ferðamannaiðnaðinum í landinu en í gær tilkynnti hann að þeir hygðust fjölga ferðamönnum um 40% á þessu ári.

Yfirvöld í Tansaníu spá því að ferðamenn á árinu 2013 verði um 1,5 milljónir vegna fjölgunar ferðamanna frá Asíu og ótta ferðamanna við Kenía eftir hryðjuverkin í verslunarmiðstöðinni Westgate í Naíróbí í september.

Met var slegið í fjölda ferðamanna árið 2012 þegar ein milljón ferðamanna heimsótti landið. Þetta kemur fram á New 24 í dag .