Sala hátæknifyrirtækisins Össurar var 80,4 milljónir Bandaríkjadala (5,5 milljarðar íslenskra króna) á fyrsta ársfjórðungi og jókst um 34% frá fyrsta fjórðungi 2006.  Söluaukning vegna innri vaxtar var 4% og Pro forma söluaukning var 7% að því er kemur fram í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar.

Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 10,2 milljónir dala (698 milljónir íslenskra króna), jókst um 19% frá fyrsta fjórðungi 2006.

EBITDA hlutfall var 12,7%, lækkar úr 14,3% fyrir sama tímabil í fyrra

Tap tímabilsins var 2,7 milljónir Bandaríkjadala (184 milljónir íslenskra króna) samanborið við 571 þúsund Bandaríkjadala hagnað á fyrsta fjórðungi 2006.


?Við hófum umfangsmikla endurskipulagningu á sölukerfi okkar í Ameríku í febrúar. Verkefnið er liður í lokaáfanga samþættingar á stuðningstækjafyrirtækjunum sem við höfum keypt í norður Ameríku. Þetta kemur niður á söluvexti og rekstrarniðurstöðum til skemmri tíma litið, en sé litið til lengri tíma munu breytingarnar hafa verulega jákvæð áhrif. Það eru krefjandi tímar framundan en við sjáum nú fyrir endan á þessu tímabili og hlökkum til þess að uppskera árangurinn. Í Evrópu sjáum við hægan viðsnúning; niðurstöður eru sérlega ánægjulegar í Bretlandi og í Þýskalandi," sagði Jón Sigurðsson, forstjóri í tilkynningu félagsins.