Tap varð af rekstri Austurbakka hf. eftir þrjá mánuði 2005 að fjárhæð kr. 6,9 milljónir samanborið við 22,9 milljónir árið 2004. Rekstrartap án afskrifta nam 17,4 milljónum en 6,2 milljónum árið 2004. kr. Afskriftir voru 9,2 milljónir. Rekstrartekjur Austurbakka hf. janúar til mars 2005 námu samtals 454,6 milljónum króna og drógust saman um 15% milli ára. Framlegðarstig vörusölu hækkaði úr 18,2% í 21,2% og laun og annar rekstrarkostnaður hækkaði um 3,1% milli ára.

Fjármagnsgjöld voru jákvæð um 18,3 milljónir nú en fjármagnsgjöld námu 13,8 milljónum eftir 3 mánuði 2004. Veltufé frá rekstri fyrstu þrjá mánuði 2005 er neikvætt um 15,8 milljónir en handbært fé jákvætt um 13.3 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 22,7% og veltufjárhlutfall er 1,19.

Afkoma félagsins fyrstu 3 mánuði ársins er óviðunandi. Tekjur drógust saman um 79 milljónir króna, einkum vegna tapaðra umboða og vegna útboða í lyfjageiranum sem ekki féllu Austurbakka í skaut. Á næstu dögum verða kynntar breytingar á endurskipulagðri starfsemi félagsins.

19. apríl s.l. eignaðist Isla ehf., dótturfyrirtæki Atorku Group hf., meirihluta í Austurbakka hf., alls 63,48%. Öðrum hluthöfum hefur verið gert yfirtökutilboð og mun félagið í kjölfar þess verða afskráð úr Kauphöll Íslands hf.