Tap var af rekstri finnska símafyrirtækisins Saunalahti í fyrra og nam tapið 22,6 milljónum evra (1,7 milljarðar króna), samanborið við 12,2 milljón evra rekstrarhagnað árið 2004, segir í tilkynningu frá félaginu.

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar er einn stærsti hluthafinn í móðurfélaginu, Elisa, en samruni félaganna var samþykktur í júlí í fyrra og var kaupverðið greitt með hlutabréfum í móðurfélaginu.

Í tilkynningu Saunalahti segir að helsta ástæða taprekstursins sé einstaka 18 milljón evra kostnaður, sem ekki verður bókfærður á núverandi rekstrarári.

Velta félagsins jókst um 39,6% á tímabilinu og nam 224,6 milljónum evra.