*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 26. maí 2013 10:29

Tap af rekstri Steypustöðvarinnar

Steypustöðin skilaði 143 milljóna króna tapi í fyrra sem er þó minna tap en árið á undan.

Ritstjórn

Rekstrarafkoma Steypustöðvarinnar var neikvæð um 143 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 235 milljóna tap árið áður. Ársreikningi félagsins var skilað til Ársreikningaskrár fyrr í maí.

Eigið fé um síðustu áramót var neikvætt um 68,2 milljónir og nemur hlutafé 475 milljónum. ST eignarhaldsfélag ehf. er eigandi alls hlutafjár Steypustöðvarinnar. ST eignarhaldsfélagið er fjölskyldufyrirtæki í eigu Alexanders Ólafssonar. Það keypti Steypustöðina af Miðengi, dótturfélagi Íslandsbanka, árið 2011, en bankinn eignaðist fyrirtækið þegar Mest var tekið yfir.

Stikkorð: Steypustöðin