Rekstrartekjur Tæknivals á fyrri helmingi ársins nema 552,1 millj. kr. Rekstrargjöld án afskrifta nema 565,6 millj. kr. Afskriftir nema 18,9 millj. kr. og hrein fjármagnsgjöld nema 18,0 millj. kr. Tap fyrir tekjuskatt nemur 50,3 millj. kr. og að teknu tillit til reiknaðs tekjuskatts að fjárhæð 9,1 millj. kr. nemur tap tímabilsins 41,2 millj. kr.

EBTIDA-tap er 13,4 millj. kr. miðað við 129,0 millj. kr. á síðasta ári ef frá er talin söluhagnaður af sölu verslunarsviðs. Án söluhagnaðarins var tap tímabilsins í fyrra 167,9 millj. kr. en er nú 41,2 millj. kr.

Heildareignir félagsins samkvæmt efnahagsreikningi nema 608,5 millj. kr. en þar af eru veltufjármunir 293,0 millj. kr. og fastafjármunir 315,5 millj. kr. Veltufjárhlutfall félagsins er 1,1 í lok júní 2005.

Heildarskuldir félagsins nema 649,4 millj. kr. 30. júní 2005 en þar af nema skammtímaskuldir 277,4 millj. kr. að meðtöldum næsta árs afborgunum langtímaskulda. Langtímaskuldir nema 372,0 millj. kr. í lok júní 2005 þegar næsta árs afborganir hafa verið dregnar frá. Meðal langtímaskulda er skuld við móðurfélagið með breytirétti í hlutafé, að fjárhæð 80,5 millj. kr.

Eigið fé félagsins er neikvætt um 40,9 millj. kr.

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé til rekstrar 27,4 millj. kr. Handbært fé til rekstrar nam 25,1 millj. kr. og lækkar handbært fé á tímabilinu um 0,4 millj. kr og nemur 0,7 millj. kr. í lok júní 2005.

Það er hægur viðsnúningur í rekstri fyrirtækisins og gert ráð fyrir hagnaði á næsta ári. Áætlanir síðari hluta árs eru að ganga eftir og hefur verið vöxtur í sölu til fyrirtækja en sala á Fujitsu Siemens tölvubúnaði til fyrirtækja hefur aukist um 60% frá því í fyrra.