Á fyrri helmingi ársins var velta Vetrargarðsins ehf. USD 2.221.011 og var tap tímabilsins USD 1.503.893. Fastafjármunir nema í lok tímabilsins USD 31.377.843 og veltufjármunir USD 6.837.516. Skuldir nema USD 35.553.461 og eigið fé USD 2.661.898. Í áætlun félagsins er búist við óbreyttum rekstri.

Vetrargarðurinn ehf. var stofnaður þann 6. desember 2001 af Íslenskri erfðagreiningu ehf. og rekur félagið fasteignir ÍE. Félagið er að fullu í eigu Íslenskrar erfðagreiningar ehf. Samkvæmt 3. gr. samþykkta er tilgangur félagins eignarhald, rekstur og útleiga fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur. Ársreikningurinn er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og áður.