Tap bandaríska álrisans Alcoa nam 119 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi, um tæpum 15 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem var birt eftir lokun Wall Street í gærkvöldi.

Tap félagsins skýrist aðallega af lægra álverði. Skýrir það 45 milljónum dala lakari afkomu. Álverðið var um 2.100 dalir á tonnið um síðustu áramót en er nú rúmir 1.750 dalir.

Einnig er framleiðslugeta þess minni vegna lokanna og félagið hefur greitt og fært til gjalda verulegar fjárhæðir vegna mögulegra sekta vegna ásakana bandariska fjármálaeftirlitsins um múturgreiðslur til álfélagsins Alba í Bahrain. Gæti sektin numið allt að 300 milljónum dala að sögn Alcoa en félagið hefur greitt um 85 milljónir nú þegar.

Alcoa gerir ráð fyrir 7% aukningu í eftirspurn á áli í ár.