Tap tölvufyrirtækisins Annata, sem framleiðir og selur sérhæfðar iðngreinalausnir byggðar á Microsoft Dynamics og Microsoft Power Platform grunni, jókst um 15,3% á síðasta ári og fór úr 147 milljónum króna í 216 milljónir króna.

Tekjur félagsins jukust á sama tíma um 3,4%, úr tæplega 3,3 milljörðum króna í tæplega 3,4 milljarða, meðan rekstrargjöldin jukust um 5,4%, úr rétt rúmlega 3,3 milljörðum í 3,5 milljarða króna. Þar af jukust laun og launatengd gjöld um 6,1%, úr 2,7 milljörðum króna í tæpa 2,9 milljarða króna, en hjá félaginu störfuðu að meðaltali 205 starfsmenn á heilsársgrundvelli á síðasta ári.

Því fór rekstrartap félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði, það er EBITDA félagsins, úr því að vera neikvæð um 51 milljón króna í það að vera neikvæð um tæplega 118 milljónir króna. Það er ríflega tvöföldun, eða 130% aukning.Það er ríflega tvöföldun, eða 130% aukning.

Félagið að bæði árin 2018 og 2019 hafi verið farið í fjárfestingu á markaðssetningu sem og þróun og innleiðingu nýrra lausna sem eigi að skila vexti í tekjum og hagnaði á þessu ári til og með ársins 2025. Rekstrartap fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld, EBIT, jókst hins vegar um 47%, úr því að vera neikvæð um 147 milljónir króna í 216 milljóna króna tap.

Eiginfjárhlutfallið nálgast helming

Eigið fé félagsins dróst saman um 7,7% milli ára, úr 1,3 milljörðum króna í 1,2 milljarða, meðan skuldirnar jukust um 26,1%, úr tæplega 782 milljónum króna í ríflega 985 milljónir króna. Þar með jukust eignir félagsins um 3,8%, úr rétt um 2,1 milljarði í tæplega 2,2 milljarða króna, og eiginfjárhlutfallið lækkaði úr 61,7% í 54,9%.

Jóhann Ólafur Jónsson er framkvæmdastjóri félagsins, en stærsti hluthafinn Er Vendimia ehf., með 28,63% hlut, Næstir koma BR þjálfun & ráðgjöf ehf., og Fjárfesting og ráðgjöf ehf., með 21,47% hvor, en hluthafarnir eru 11 í heildina.