*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 21. júlí 2018 14:36

Tap Arctic Trucks dróst saman

Tekjur Arctic Trucks jukust um 10% milli áranna 2016 og 2017. 100 milljón króna tap var á rekstrinum, en árið áður var það 400 milljónir.

Ritstjórn
Emil Grímsson, stofnandi og stjórnarformaður Arctic Trucks.
Haraldur Guðjónsson

Tekjur Arctic Trucks voru rúmir 2,14 milljarðar og jukust um 10% milli ára. Rekstrarkostnaður var tæpir 2,14 milljarðar og jókst um 2,4%, en aukningin kom svo til öll frá auknum launakostnaði, sem jókst um 7,4%, samhliða því að starfsmönnum fjölgaði úr 71 í 74 milli ára.

Að teknu tilliti til afskrifta, fjármagnsliða og skatta var tap á rekstrinum 100 milljónir, en hafði árið áður verið 400 milljónir. Eigið fé jókst þó úr 270 milljónum í 287, þökk sé 114 milljóna króna hlutafjáraukning