Tap færeyska olíu og gasfyrirtækisins Atlantic Petroleum jókst í 39,3 milljónir danskra króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, úr tapi sem nemur 6,4 milljónum danskra króna.

Rekstrartekjur félagsins, sem stofnað var árið 1998, eru enn sem komið engar en þessi afkoma er í takt við væntingar stjórnenda, ef tekið er tillit til kostnaðar við Balgownie borgunina sem mun ekki gefa neitt af sér, því þar fannst ekki olía í seljanlegu magni.

Stjórnendur félagsins telja að olíuframleiðsla muni hefjast seint á þessu ári og muni það færa félaginu tekjur. Ennfremur er búist við jákvæðri afkomu, ef litið er framhjá kostnaði við boranir sem munu engu skila.