Atlantic Petroleum tapaði 257.841 dönskum krónum (þrjár milljónir íslenskar krónur) á þriðja ársfjórðungi, samanborið við tap upp á 2.479.439 danskar krónur (30 milljón íslenskra króna) á sama tímabili fyrir ári síðan.

Á fyrstu níu mánuðum ársins tapaði félagið 6.638.608 dönskum krónum (80 milljónir íslenskra króna) samanborið við tap sem nemur 3.076.821 dönskum krónum (37 milljónir króna) á sama tímabili fyrir ári.

Reksturinn er í takt við rekstraráætlanir, segir í tilkynningu. Á fjórðungnum var félagið skráð á OMX Kauphöllina í Kaupmannahöfn og hlutfé aukið.

Tekjur félagsins voru engar þar sem það hefur ekki hafið olíuvinnslu.