Tap Atorku [ ATOR ] á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 1.870 milljónum króna, samanborið við meðalspá greiningardeilda upp á 1.272 milljóna króna tap. Heildareignir í lok mars voru 64,7 milljarðar króna og eigið fé var 19,9 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall var um 31% í lok fjórðungsins.

Magnús Jónsson forstjóri Atorku segir í tilkynningu að afkoma félagsins sé ásættanleg miðað við krefjandi markaðsaðstæður.

„Þrátt fyrir lækkun á skráðum eignum þá horfum við bjartsýnum augum á eignasafn félagsins til lengri tíma. Rekstur félaga í eignasafni Atorku gengur vel og er unnið markvisst að uppbyggingu þeirra. Á fjórðungnum jók Atorka við eignarhlut sinn í Geysi Green Energy og erum við nú stærsti hluthafinn með um 44%. Með hækkandi olíuverði og auknum umhverfiskröfum er ljóst að fjárfestingar okkar í endurnýtanlegri orku fela í sér mikil tækifæri til frekari verðmætasköpunar.“