Bank of America, stærsti banki Bandaríkjanna ef litið er til eigna, tapaði 7,3 milljörðum dala á þriðja ársfjórðungi í ár samanborið við 2,2 milljarða dala tap á sama tímabili í fyrra.

Tekjur félagsins jukust um 2,2% á frá þriðja ársfórðungi í fyrra og nam 26,9 milljörðum dala.

Bankinn gaf út árshlutareikning fyrir þriðja ársfjórðung fyrir opnun markaða í dag.