Century Aluminum, sem m.a. rekur álverið á Grundartanga, tapaði 112,3 milljónum dollara, eða 7,5 milljörðum króna, á fjórða ársfjórðungi 2007, borið saman við 119 milljóna dollara tap á sama tímabili árið áður. Tapið nam því 2,74 dollurum á hlut, borið saman við 3,67 ári fyrr, að hluta til vegna greiðslna frá skattinum upp á 10 sent á hlut, að því er segir í frétt Dow Jones.

Tekjur á fjórðungnum voru 147,7 milljónum dollara lægri en ella vegna leiðréttingar á markaðsvirði framvirkra samninga. Sambærileg tala fyrir fjórða ársfjórðung 2006 var 174,3 milljónir dollara.