*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 13. desember 2015 11:00

Tap Coori tvöfaldaðist

Tap félagsins nam 85,6 milljónum króna í fyrra. Framleiðir lausnir til tungumálanáms fyrir vef og snjalltæki.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hugbúnaðarfyrirtækið Cooori, sem framleiðir lausnir til tungumálanáms fyrir vef og snjalltæki, tapaði 85,6 milljónum króna í fyrra. Það er um tvöfalt meira tap en árið 2013, þegar fyrirtækið tapaði 44 milljónum. Handbært fé til rekstrar Cooori nam 76,6 millj­ ónum króna og var tapið fjármagnað með 40 milljóna króna lántöku og 37 milljóna króna hlutafjárinnborgun.

Þá átti félagið jafnframt 109,5 milljóna króna óinnheimt hlutafjárloforð um síðustu áramót. Þorsteinn G. Gunnarsson er stjórnarformaður Cooori.