Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch segir að heildartap veðlánafyrirtækisins Countrywide gæti að endingu numið á bilinu 10-12 milljörðum Bandaríkjadala.

Slíkt tap myndi jafnframt leiða til sambærilegra afskrifta fyrir Bank of America, sem yfirtók félagið fyrr á þessu ári.

Eins og fram kom fyrir mánuði síðan hefur Bank of America nú endurskoðað yfirtökutilboð sitt í bankann með því sjónarmiði að lækka það eða hætta við en í janúar síðastliðnum tilkynnti  bankinn um áhuga sinn á félaginu.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá því í dag þessar tölur verða líklega til þess að Bank of America muni alveg hætta við tilboð sitt.