Countrywide, stærsta sjálfstæða veðlánafyrirtæki Bandaríkjanna, tapaði 422 milljónum Bandaríkjadala á fjórða fjórðungi 2007 samanborið við 621 milljónum dala hagnað árinu áður. Í Vegvísi Landsbankans segir að þetta sé um tvöfalt hærra tap en greinendur gerðu ráð fyrir.

Bank of America hefur samþykkt að taka yfir Countrywide og er búist við að uppgjörið gefi bankanum færi á að semja um lægra verð. Einnig er talið að Bank of America hafi krafist þess að Countrywide hreinsi til í efnahagsreikningi til að minnka áhættu af kaupunum.