Bókfært tap CVC á Íslandi ehf. ársins nam 680 milljónum króna (13,7 milljónum bandaríkjadala) á móti 34,7 milljóna bandaríkjadala hagnaði árið áður en það ár var um verulegan hagnað af hlutabréfasölu að ræða hjá félaginu. Heildareignir félagsins lækkuðu um 15,4 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Eigið fé lækkaði um 14,6 milljónir bandaríkjadala frá fyrra ári.

CVC á Íslandi ehf. (hjáheiti CVC Iceland Holding ehf.) var stofnað 23. ágúst 2002 af Columbia Ventures Corporation.

Félagið vann áfram á árinu 2005 að uppbyggingu dótturfélaga í fjarskiptarekstri í nokkrum löndum utan Íslands. Starfsemin felur meðal annars í sér eign og rekstur sæstrengs á milli Evrópu og N-Ameríku ásamt lendingarstöðvum. Rekstrartekjur, að frátöldum tekjum vegna sölu hlutabréfa, jukust úr 12,7 milljónum bandaríkjadala á árinu 2004 í 18.1 milljón bandaríkjadala á árinu 2005. Helstu fjárfestingar ársins voru í fjarskiptafyrirtæki á Írlandi.