Tap deCODE genetics nam 23,6 milljónum bandaríkjadala (1,6 milljarður króna) á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 11,4 milljónir bandaríkjadala (776 milljónir króna) á sama tímabili í fyrra, segir í fréttatilkynningu.

Tekjur á fjórðungnum námu 8,6 milljónum bandaríkjadala (585,5 milljónum króna), samanborið við 13,2 milljónir dala (898,7 milljónir króna) á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningunni segir að tapið megi rekja til aukins kostnaðar við lyfjarannsóknir og lyfjaþróun.

Á fyrstu níu mánuðum ársins nam tap fyrirtækisins 62,2 milljónum Bandaríkjadala (4,2 milljörðum króna), samanborið við 41,6 milljónir dala (2,8 milljarða króna) á sama tímabili í fyrra.