Tap DeCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar Erfðagreiningar, nam 18,4 milljónum Bandaríkjadala (1,45 milljarðar íslenskra króna) á 2. ársfjórðungi þessa árs. Á 2. fjórðungi 2007 nam tapið 16,2 milljónum dala og jókst því um 13,6% milli ára.

Tap af reglulegri starfsemi félagsins var 13,5 milljónir dala en var 22,9 milljónir á sama tíma í fyrra. Auk taps af reglulegum rekstri er inni í heildarafkomu félagsins tap af vaxtakostnaði (e. interest expense) og bókfært tap vegna niðurfærslu á verðmæti skuldabréfaeignar félagsins.

Tekjur á öðrum ársfjórðungi námu 15 milljónum dala en voru 7,6 milljónir á sama tíma í fyrra.

Á fyrstu sex mánuðum ársins nemur tap DeCode 45 milljónum dala en var 38,9 milljónir dala á sama tímabili í fyrra. Tekjur félagsins á fyrri helmingi ársins nú námu 30 milljónum dala en voru 16,2 milljónir dala í fyrra.

Gengi bréfa DeCode hækkaði um 5,2% á Bandaríkjamarkaði í dag.

Tilkynning DeCode um afkomuna.