Tap Decode nam 1,58 milljörðum króna (23,3 milljónum Bandaríkjadala) á fjórða ársfjórðungi, samanborið við 1,43 milljarða krónu tap árinu áður, segir í frétt Dow Jones.

Tekjur fyrirtækisins jukust um 17% og námu 778,4 milljónum króna (11,5 milljónum Bandaríkjadala), samanborið við 663,4 milljónir króna árinu áður.

Rekstrarkostnaður jókst um 12% og nam 2,29 milljörðum króna, samanborið við 2,05 milljarða króna árinu áður.

Tap á hlut nam 38 sentum, samanborið við 39 sent árinu áður.

Greiningaraðilar höfðu spáð því að tap á hlut næmi 40 sentum og að tekjur næmu 11,2 milljónum dala, samkvæmt könnun frá Thomson Financial.