Decode hafa kynnt afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi. Tap félagsins á tímabilinu var 26,7 milljónir Bandaríkjadala, en var 22,6 milljónir á sama tíma í fyrra.

Tekjur félagsins á fyrsta ársfjórðungi jukust í 15 milljónir dala, en voru 8,6 milljónir á fyrsta fjórðungi 2007. Það sem helst veldur er vöxtur í arfgerðagreiningarþjónustu félagsins.

Í frétt félagsins um afkomuna er haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra DeCode, að hann telji félagið hafa afgerandi forskot í að veita þjónustu að greina erfðamengi manna til að komast að hættu þeirra á að fá sjúkdóma.

Kári segir fyrirtækið hafa lagt í markaðssetningu á fyrsta ársfjórðungi, til að nýta sér þetta forskot og koma sér á framfæri sem leiðandi fyrirtæki þegar kemur að greiningu erfðamengis.

Frétt deCODE.