Tap deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, nam 62,8 milljónum dollara á síðasta ári. Það er aukning frá árinu á undan en þá nam tap félagsins 57,3 milljónum dollara. Samkvæmt tilkynningu félagsins eru helstu ástæður aukins taps, hærri rannsóknar- og þróunarkostnaður.

Þessi aukni kostnaður kemur til af aukinni áherslu á klínískar rannsóknir.

Tap á hlut jókst úr 1,07 dollurum á hlut í 1,17 dollara á hlut.