Tap Exista á fyrsta ársfjórðung nam 4,4 milljörðum króna (43,8 millj.evra) samanborið við  74 milljarða króna hagnað (640,7 milljón evra) á sama tíma í fyrra.

Gert hafði verið ráð fyrir um 10 milljarða króna tapi (87 millj.evra) þannig að tap Exista er nokkuð minna en gert hafði verið ráð fyrir.

Hagnaður af fjármálaþjónustu félagsins var 6,8 milljarðar á tímabilinu eftir því sem segir í tilkynningu frá Exista.

Tap af fjárfestingum eftir skatta var 11,2 milljarðar  króna.

Heildareignir félagsins lækka um 8,1% og eru nú 893 milljarðar króna. Þá er eigið fé Existu nú 283 milljarðar og lækkar um 1,5% á ársfjórðungnum.

Reiðufé félagsins nam 59 milljörðum króna þann 31. mars og segir í tilkynningunni að lausafé sé nægilegt til að mæta endurfjármögnun til desember 2009