Heildartap Farice á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,9 milljónum evra, sem samsvarar um 238 milljónum króna, en á sama tíma fyrir ári nam tapið 3,4 milljónum evra, eða 425 milljónum króna. Tekjur Farice jukust á fyrri hluta ársins 2016 um 17% miðað við sama tímabil í fyrra, og námu þær tæpum 7,9 milljónum evra, og snerist taprekstur fyrir ári í hagnað í ár. Jafngilda tekjurnar um 983 milljónum íslenskra króna

Farice rekur tvo sæstrengi fyrir gagnaflutninga á milli Íslands og Evrópu.

Nam rekstrarhagnaðurinn 608 þúsund evrum, á fyrstu sex mánuðum ársins, sem samsvarar um 76 milljónum króna en á sama tíma fyrir ári var tap af rekstri félagsins 234 þúsund evrur, eða sem samsvarar 29 milljónir íslenskra króna. EBITDA félagsins var 4,2 milljónir evra, sem er 25% aukning frá sama tímabili árið 2016, og eiginfjárhlutfallið var 33,4% þann 30. júní síðastliðinn.