Tap Frí­hafn­ar­inn­ar í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar 60,9 millj­ón­um króna fyrstu sex mánuði árs­ins. Tekjurnar námu 3,9 milljörðum og hækkuðu um 14,5% milli ára.

Í tilkynningu frá Frihöfninni segir að tap Frí­hafn­ar­inn­ar fyr­ir af­skrift­ir, vexti og skatta (EBITDA) hafi numið 25,4 millj­ón­um króna, á móti 39,1 millj­ón­um króna hagnaði fyr­ir sama tíma­bil á ár­inu 2013.

Einnig segir að rekstr­ar­kostnaður fé­lags­ins hafi hækka um 28% fyrstu sex mánuði árs­ins en þar af hafi hús­næðis­kostnaður hækkað um 30,4% milli ára. Al­menn­ur rekstr­ar­kostnaður hafi hins vegar lækk­að um 9,8% milli ára.

Helstu tölur úr uppgjörinu:

  • Rekstr­ar­tekj­ur: 3.875 millj. kr.
  • Rekstr­artap: 60,9 millj. kr.
  • Heild­ar­eign­ir: 2.098 millj. kr.
  • Eigið fé í lok tíma­bils­ins: 710 millj. kr.
  • Eig­in­fjár­hlut­fall: 34%