Tap geoSilica ehf. nam 20 milljónum króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 8 milljóna króna tap árið áður. Tekjur félagsins námu rúmlega 47 milljónum króna og eignir námu tæplega 40 milljónum króna.

Eigið fé félagsins nam 4 milljónum króna í árslok 2018. Þá námu laun og launatengd gjöld 27 milljónum króna en að jafnaði störfuðu fjórir starfsmenn hjá félaginu í fyrra. Fida Abu Libdeh er stærsti hluthafi félagsins og framkvæmdastjóri þess.