Afkoma HB Granda var nokkru betri en greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir. Tap félagsins á öðrum ársfjórðungi nam rúmlega 1,2 milljörðum króna en greiningardeild Landsbankans reiknaði með að tapið næmi 1,4 milljörðum króna.

?Velta félagsins var tæpir 4 milljarðar króna samanborið við spá okkar um um 3,5 milljarða króna veltu. EBITDA var 887 milljónir króna samanborið við spá okkar um 770 milljóna króna EBITDA. EBITDA-framlegðin batnaði einnig nokkuð á milli ára, en hún var um 21,5% samanborið við 19,8% árið áður. Við spáðum 21,8% EBITDA-framlegð," segir greiningardeild Landsbankans.