Arnarlax var rekinn með 2,1 milljarða króna tapi fyrir skatta á síðasta ári samkvæmt nýbirtu uppgjöri Salmar, sem á stóran hlut í Arnarlaxi.

Í uppgjörinu eru bent á að félagið sé í uppbyggingarfasa sem hafi áhrif á afkomuna. Þá hafi einskiptiskostnaður fallið á Arnarlax á síðasta ársfjórðungi auk þess að félagið hafi þurft að takast á við „líffræðilegar áskoranir" á einni framleiðslustöð.

Félagið var rekið með 2,6 milljarða hagnaði fyrir skatta árið 2015 sem stafaði fyrst og fremst af því að verðmæti lífmassa, það er fisksins sem fyrirtæki ræktar, jókst um 2,4 milljarða króna árið 2016. Verðmæti lífmassans er nú lækkað um 2,4 milljarða króna enda jókst framleiðsla fyrirtækisins töluvert árinu

Tekjur félagsins jukust hins vegar töluvert milli ára, úr 3,2 milljörðum í 8,1 milljarð króna. Þá var EBIT, það er hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði, 774 milljónir króna miðað við 26 milljón króna tap fyrir ári.

Ráðgert er að Arnalax framleiði um 11 þúsund tonn af eldisfiski á þessu ári.