Um 942 milljóna króna tap varð af rekstri HS Orku á fyrsta ársfjórðungi 2013. Félagið birti uppgjörið á föstudag í síðustu viku. Í tilkynningu segir að reiknaðir fjármagnsliðir hafi afgerandi áhrif á afkomu tímabilsins. Þar vegi þyngst lækkun afleiðna um 2.756 milljónir, vegna framtíðarvirði orkusölusamninga sem tengist álverði. Á móti komi um 936 milljóna gengishagnaður.

EBITDA HS Orku nam um 781 milljón á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 786 milljónir á sama tímabili 2012. Tekjur jukust um 6% milli ára og námu 1.947 milljónum á fyrstu þremur mánuðum ársins. Rekstrarkostnaður jókst um 10%. Eiginfjárhlutfall félagsins er um 54%. Forstjóri HS Orku er Júlíus Jónsson.