Rammagerðin ehf., sem á og rekur fimm gjafavöruverslanir, tapaði tæplega 19 milljónum króna árið 2017 samanborið við 12,5 milljóna hagnað árið 2016. Tekjur námu 510 milljónum og jukust um 153 milljónir milli ára. Rekstrartap (EBIT) nam hins vegar 22 milljónum samanborið við 16 milljóna rekstrarhagnað árið áður.

Eignir félagsins námu 204,7 milljónum í árslok en skuldir námu 204,3 milljónum og eiginfjárhlutfall því nálægt núlli. Fyrirtækið er dótturfélag Sjóklæ