Sparisjóður Vestmanneyja var rekinn með 14,5 milljóna króna tapi á fyrri helmingi ársins en á sama tímabili í fyrra nam tapið nálega 410 milljónum króna. Heildareignir námu um 14 milljörðum króna. CAD-eiginfjárhlutfall sjóðsins var 16,6% í lok júní en FME gerir kröfu um 18%.

Í áritun stjórnar er tekið fram að enn sé töluverð óvissa í ytra umhverfi sparisjóðsins sem geti haft áhrif á á eignamat og þar á meðal útlán.

Í skýringum er tekið fram að hreinar vaxtatekjur, hreinar þjónustutekjur og aðrar rekstrartekjur standi ekki undir launakostnaði og öðrum rekstrarkostnaði og að ekki sé útlit fyrir breytingar á rekstrarumhverfinu á næstunni.

Bankasýsla ríkisins fer með um 55% stofnfjár í Sparisjóði Vestmanneyja.